Umhverfið
Áhersla lögð á að vinna að verkefnum af ábyrgð gagnvart umhverfi og samfélagi. Við viðurkennum að starfsemi í verk- og mannvirkjageiranum getur haft veruleg áhrif á umhverfið og því er markmið okkar að lágmarka þessi áhrif og stuðla að sjálfbærri þróun í allri starfsemi fyrirtækisins.

Markmið
Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að nýta umhverfisvænni tækni, eldsneyti og búnað.
Minnka úrgang og tryggja skilvirka flokkun, endurnýtingu og förgun í samræmi við lög og reglur.
Forðast mengun jarðvegs, vatns og andrúmslofts með góðum vinnubrögðum og notkun viðurkenndra efna.
Ábyrgð
Velja byggingarefni og aðföng með tilliti til umhverfisáhrifa og uppruna þar sem það er mögulegt.
Hvetja til notkunar á endurunnu eða endurnýtanlegu efni þar sem það er mögulegt og hagkvæmt.

