top of page

Um Atlas

Erum með þér frá upphafi til enda framkvæmdar.

Byggjum á​ áratuga reynslu

​Atlas Verktakar er alhliða byggingarverktaki með umfangsmikla reynslu í byggingu og viðhaldi fasteigna, frá upphafi til loka frágangs. Við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu, allt frá utanhúss frágangi til lokafrágangs innanhúss. Atlas Verktakar starfar í nánu samstarfi við undirverktaka og birgja og tekur einnig að sér verkefnastýringu, frá frumhönnun til framkvæmdar. Reglulegar úttektir eru framkvæmdar á verkefnum hjá okkur til að tryggja hámarks gæði og koma í veg fyrir ágalla. Við leggjum mikla áherslu á skipulagða og örugga vinnu í samræmi við byggingarreglugerðir og þarfir viðskiptavina okkar.

Sameining Atlas og Einar P & Kó

Atlas Verktakar og Einar P & Kó sameinuðust sem eitt allsherjar fyrirtæki undir nafni þess fyrrnefnda í Maí 2024. Markmið sameiningarinnar er að hagræða rekstri ásamt því að styrkja stöðu fyrirtækjanna sem enn öflugri byggingarverktaka. Sameinað félag býður verkkaupum upp á að taka að sér verkefni í öllum stærðargráðum sem aðalverktaki en bæði félög hafa byggt upp góð tengsl við verktaka á öllum sviðum sem geta klárað verkefni frá upphafi til enda. Eftir sameiningu þá eru Atlas Verktökum allir vegir færir frá jarðvegsvinnu og til lokafrágangs innanhúss. 

bottom of page